Jojoba lífræn olía - 100 ml Grunnolía
Jojoba olían er unnin úr fræjum úr runnanum (Simmondsia chinensis) sem vex í eyðimerkursvæðum. Hann vex í suð-vestur hluta norður Ameríku, sérstaklega í fylkjunum Arizona, Utah og Kalfiorníu. Jojoba fræ innihalda 60% olíu.
Innihald: 100% hrein kaldpressuð jómfrúarolía úr Simmondsia chinensis (jojoba)
Hlutar nýttir: Ávöxturinn.
Stærð: 100ML
Lífrænt vottað
Kostir: Mýkjandi, nærandi, verndandi fyrir allar húðtegundir. Er mjög A og E vítamínrík. Jojobaolían er góð í krem, hárvörur, smyrsli, og fleira. Endist lengi, þannig að hún getur virkað sem rotvarnarefni í olíublöndur.
Leiðbeiningar: Nýttu þessa olíu til að útbúa þínar eigin snyrti og vellíðunar vörur að heiman sem hentar þér.
Hentugt að blanda með þínum uppáhalds ilmkjarnaolíum og snyrtivörum :)