Endurnýtanlegur brauðpoki

2.950 kr

Athugið að 785 kr. sendingarkostnaður bætist við verðið

Endurnýtanlegi brauðpokinn er hannaður til að geta borið nýtt brauð úr bakarínu heim og geymt brauðið svo í pokanum.  Stefnan er með það í huga að draga plastpokanotkuninni.

Pokinn er úr þykkri gæða bómull og er hannaður og framleiddur í Kanada úr 100% náttúrulegri bómull frá Bandaríkjunum.  Náttúrulegir trefjar pokans gera hann ákjósanlegan til að geyma ferskt brauð, þar sem pokinn leyfir brauðinu að anda og heldur því fersku lengur.  Best er að loka pokanum vel, svo brauðið geymist sem best.

Brauðpokan er einnig hægt að rúlla niður og nota sem brauðkörfu

Hægt er að frysta brauð í brauðpokanum, best er að skera niður í sneiðar áður en fryst er og passa að loka pokanum mjög vel.

Pokinn hentar einnig undir ávexti og grænmeti

 

  • Stærð : cm 35 x 36 x 11.5
  • Sjálfbær framleiðsla
  • Framleitt í Kanada

Því sjaldnar sem pokinn er þveginn, því betra.  Hristið bara minslurnar úr og notið aftur.  Ef þurfa þykir, þvoið þá í köldu, á þvottaplani fyrir viðkvæman þvott, notið ekki sterkt þvottarefni og ekki nota mýkingarefni.  Ekki setja í þurkara, leggið niður slétt og látið þorna. 

 

 

 

  

Aðrar vörur