CANCÚN CARESS HÁRSÁPUSTYKKI
Cancún Caress hársápustykkið þrífur hárið vel með náttúrulegum hráefnum og skilur hárið eftir líflegt og heilbrigt með smá keim af kókos og límónu sem minnir helst á heitt síðdegi á suđrænum slóđum 💚
Hársápustykkið er vegan og siðferðislega unniđ (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlaust, pálmolíulaust, án SLS og án paraben. Hársápustykkið er einnig handgert í USA.
Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska🙂
LÝSING
Cancún Caressn hársápustykki innihaldsefni:
Sodium coco sulfate, kókosolía, kakósmjör, ilmolíu blöndur (án paraben og án phthalate), d-panthenol, C.I. 42090 og C.I. 19140.
Sodium coco sulfate er náttúrulegt hreinsiefni úr kókosolíu sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreina fitu án þess að þurrka upp hársvörðinn. Sodium Coco Sulfate setur jafnvægi á náttúrulegar fitusýrur því þarftu talsvert minna af hárnæringu (ef þú notar hárnæringu yfirleitt).