Tannkremstöflur með flúori seldar í stykkjatali

0 kr

Athugið að 785 kr. sendingarkostnaður bætist við verðið

Uppselt

Tannkremstöflurnar eru hugsaðar sem tannkrem, sem er sem best fyrir tennurnar, en með sem fæstum innihaldsefnum.  Þær eru ekki eins og venjulegt tannkrem, því það er að miklum hluta vatn, en töflurnar innihalda ekkert vatn.  Tannkremstöflurnar eru með þýska BDIH vottun, náttúruvara.

 Tannkremstöflurnar eru mjög góðar fyrir umhverfið, þær eru seldar í lausu, annað en venjulegt tannkrem, sem kemur í einnota plasttúpum. 

Þær eru án alls plasts.  

 

Tannkremstöflurnar eru seldar í lausu, eftir vikt

Dæmi um magn og verð:

10gr af tannkremstöflum eru ca 33 töflur og verð er 250 kr

20 gr af tannkremstöflum eru ca 67 töflur og verð er 500 kr

30 gr af tannkremstöflum eru ca 100 töflur og verð er 750 kr

40 gr af tannkremstöflum eru ca 133 töflur og verð er 1000 kr

50 gr af tannkremstöflum eru ca 167 töflur og verð er 1250 kr

Því miður er ekki hægt að selja þær í vefversluninni, nema fólk sæki sjálft, því tannkremstöflurnar myndu tapa gæðum sínum í póstinum.

Vinsamlegast sendið póst ef þið viljið versla tannkremstöflurnar af síðunni.

En við verðum með þær á umhverfismarkaðinum, á Kex, á sunnudaginn. 

 

NOTKUN

Bryddu eina tannkremstöflu milli framtannana, þangað til hún verður að kremi.  Bursta tennur og spýta svo út, eftir burstun.  Gott er að hafa tannburstan vel blautan.

Töflurnar henta öllum aldurshópum, en börn 6 ára og yngri þurfa ekki nema hálfa tannkremstöflu.

Ef fólki finnst minntubragðið of sterkt, má láta töflurnar standa í svolitla stund, í opnu íláti, því þá gufar mintan upp.  

En annars er mælt með að geyma töflurnar í loftþéttu íláti, svo þær tapi ekki bragði og haldist ferskar.

 

Aðrar vörur