Lucienne, 9 handunnin kerti úr býflugnavaxi
Þessi yndislegu býflugnakerti koma 9 saman, í þessum sérsniðna, fallega kassa, til að tryggja öryggi þeirra í sendingu og varðveita sem best gæði þeirra. Þeim er fyrst pakkað inn í silkipappír, með býflugnamynstri og síðan lokað með innsigli.
Þessi kerti nefnast Lucienne, sem er tilvísun til rótar orðsins Luc/Lux/Luz sem er latína fyrir ljós, en það á mjög vel við hér.
Lucienne er handunnið, með því að nýta sér hefðbundnar aðferðir við að rúlla upp býflugnavaxblaði utan um kveikiþráð, sem hefur verið bleyttur í vaxi. Sérkenni Lucienne kertana er fallega mynstrið sem líkist mynstri vaxköku í búi býflugna.
Býflugnavaxið, sem er notað í kertin, hefur unnið til gullverðlauna hjá Apimondia, sem eru alþjóðleg sambönd býflugnaræktanda.
Í þessi kerti er aðeins notað 100 % hreint býflugnavax, engin aukaefni né litarefni eru notuð.
Litir og ilmur á kertunum, getur verið breytilegur, eftir árstíðum hitastigi eða uppruna (en hann kemur úr náttúrunni).
Lögun og stærð, getur verið breytileg frá einu kerti til annars, því þau eru unnin í höndunum.
Kveikiþráðurinn er 100% bómull
Öll kertin eru búin til samkvæmt hefð, í sátt við náttúruna.
Brenslutími:
Um 5 klst,
Til að lengja brenslutímann, þá er hægt að geyma kertin inn í kæli...þá brenna þau hægar.
Hægt er að klippa af kveikiþræðinum, ef hann er of langur, kertið brennur hraðar með löngum þræði og loginn verður ekki eins fallegur. Best er að hafa hann uþb 15 mm.
Hentar í hefðbundna kertastjaka
Stærð:
Stærð kertis: mm 20 x 270
Særð box: mm 74 x 74 x 300
Heildarþyngd: ca 710 gr