Um klaran.is

klaran.is er vefverslun sem selur umhverfisvæna hluti fyrir þig og  heimilið.  Hún var stofnuð haustið 2013 .  

Klaran verslar við lítil fjölskyldufyrirtæki, fyrirtæki með hugsjón og sem gefa af sér til góðra málefna fyrir menn, dýr og umhverfið.  Klaran verslar einnig með margar Fair Trade vörur og endurnýtanlegar vörur.  Klaran er ávalt að finna og koma sér í sambönd við fleiri aðila, sem eru að hanna og selja vörur sem passa inn í hugmyndafræði klörunar. Hægt og bítandi er að bætast við vöruúrvalið.

Mikið úrval af vörunum er úr stáli, bambus, gleri og býflugnavaxi.  Í vor tókum við svo inn náttúruleg sápustykki og hársápustykki, ásamt fleiri gersemum frá sama fyrirtæki.    

Klaran er plastlaust fyrirtæki.  Umbúðirnar utan um vörurnar eru yfirleitt úr pappír. 

klaran.is er eingöngu vefverslun en er einnig á facebook og Instagram.  Vörurnar eru sendar með póstinum á næsta pósthús við viðskiptavini, einnig er hægt að sækja vöruna samkvæmt samkomulagi. 

 

Bestu þakkir fyrir að skoða síðuna,

ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, endilega hafðu samband á klaran@klaran.is 

 

Fyrir hönd klaran.is,

Susan Wilson 
www.klaran.is
klaran@klaran.is
699 8607
105 Reykjavík
Ísland