Sturtukubbar - Bland ilmir. Lovett Sundries

Sturtukubbar - Bland ilmir. Lovett Sundries

  • 5.990 kr
    Einingarverð per 
vsk innifalinn


Sturtukubbar - 3 tegundir í krukku, samtals 6 stykki.

Sturtukubbarnir frá Lovett Sundries eru fyrir fólkið sem langar að hafa það kósý í baði með olíum og söltum en á ekkert baðkar - aðeins sturtu. Mjög einfalt að nota kubbana, aðeins að setja einn í sturtubotninn, en passa sig á að vatnið buni ekki beint á kubbinn, því þá leysist hann upp í einni sturtuferð. 

Kubbarnir eru úr yndislegum blöndum ilmkjarnaolía og náttúrulegra efna, sem veita ýmist slakandi eða upplífgandi upplifun. Þetta eru allt efni sem eru mild fyrir húðina.

Sítrus:

Hressandi ilmir af sítrónugrasi og bergamot, ásamt endurnærandi ilm af tröllatré og piparmyntu, blandast saman í sítrus sturtukubbunum.  Það skapar bæði í senn  upplífgandi og hressandi upplifun.

 

Piparmintu / Eucalyptus

Endurnærandi blanda af piparmyntu og tröllatrés ilmkjarnaolíum, með viðbættri smá af rósmarín olíu, blandast saman í Piparmintu og Eucalyptus sturtukubbunum gerir blönduna öfluga og hressandi.

 

Lavender / Rós

Lavender / Rós sturtu kubbarnir skapa kyrrð og ró með ljúfum ilm af lavender og rósa ilmkjarnaolíum, að viðbættum fínlegum og sætum ilm af ylang-ylang. Tilvalin blanda fyrir róandi sturtu í lok dags.

 

Fjöldi kubba í krukku: 6

.Sítrus: 2

Piparmintu / Eucalyptus: 2

Lavender / Rós: 2

Þyngd: 6x45 gr.


Umbúðir: Glerkrukka með áskrúfuðu málmloki
Framleitt í Bandaríkjunum

Umhverfisvænt

 

Innihald: Piparmyntu/Eucalyptus 
Matarsódi (sodium bicarbonate)
Sítrónusýra (citric acid)
Örvarrótarduft (maranta arundinacea root)
Franskur, grænn leir (illite)
Epsom salt (magnesium sulfate)
Apríkósu olía (prunus armeniaca kernel oil)
Piparmyntu ilmkjarnaolía (mentha arvensis)
Nornahesli (hamamelis virginiana)
Rósmarín ilmkjarnaolía (rosmarinus officinalis)
Tröllatrés ilmkjarnaolía (eucalyptus globulus)

Innihald:  Lavender/Rós
Matarsódi (sodium bicarbonate)
Sítrónusýra (citric acid)
Örvarrótarduft (maranta arundinacea root)
Fjólublár brasilískur leir (kaolin)
Epsom salt (magnesium sulfate)
Apríkósu olía (prunus armeniaca kernel oil)
Lavender ilmkjarnaolía (lavandula angustifolia)
Rósa ilmkjarnaolía (rosa damascena)
Nornahesli (hamamelis virginiana)
Ylang-ylang ilmkjarnaolía (cananga odorata)

Innihald:Sítrus
Matarsódi (sodium bicarbonate)
Sítrónusýra (citric acid)
Örvarrótarduft (maranta arundinacea root)
Franskur, gulur leir (illite)
Epsom salt (magnesium sulfate)
Apríkósu olía (prunus armeniaca kernel oil)
Tröllatré ilmkjarnaolía(eucalyptus globulus)
piparmyntu ilmkjarnaolía (mentha arvensis)
Sítrónugras ilmkjarnaolía (cymbopogon schoenanthus)
Nornahesli (hamamelis virginiana)
Bergamot ilmkjarnaolía (citrus bergamia)