Frankincense ilmkjarnaolía 10 ml
Frankincense olía er þekkt sem ein af Biblíu olíunum og var mikið notuð í ilmvötn, andlitskrem og maska í Egyptalandi til forna, einnig var hún verðmæt sem gjaldmiðill. Frankincense hefur verið mikið notuð bæði sem olía og reykelsi við tilbeiðslu og hugleiðslu vegna þeirra eiginleika sinna að geta hægt á öndun og framkalla hugarró. Frankincense er róandi og getur reynst vel við kvíða og oföndun, einnig þekkt fyrir bólgueyðandi áhrif.
Frankincense blandast vel með Benzoin, Sandalvið, Lavender, Myrru, Furu, Appelsínu, Rós, Bergamot og Sítrónu
Notkun
Vegna eiginleika sinna til að slaka á öndun getur Frankincense olían reynst gagnleg við oföndun og kvíða, þá má annað hvort setja dropa í lófann og anda olíunni þannig beint að sér eða setja nokkra dropa í grunnolíu og bera á bringu og bak. Hún er líka þekkt fyrir bólgueyðandi áhrif og getur því reynst vel í nuddolíur fyrir vöðvabólgu og gigtarverki.
Hægt er að setja olíuna í ilmolíubrennara, setja þá 3-5 dropa af olíunni í vatn áður en kveikt er á kertinu undir. Fyrir rafdrifna ilmolíudreifara fylgið leiðbeiningum framleiðanda. Magn olíu sem notuð er fer eftir stærð rýmisins en gott er að byrja á 4-5 dropum og auka svo við ef þörf er á.
Fyrir blöndun á líkamsolíu þá er góð þumalputtaregla að setja 20 dropa af Ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.
Varúð
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar.
Fyrir frekari upplýsingar um heilunareiginleika og notkun iIlmkjarnaolía er best að leita til Ilmkjarnaolíufræðings.
*ATHUGA:
Þó ilmkjarnaolíurnar hafi marga góða kosti, þá er aldrei mælt með þeim í stað þess að leita aðstoðar hjá Fagfólki, s.s lækni, hjúkrunarfr. eða ljósmóður, þar sem það á við. Olíurnar geta verið góð viðbót.
Uppruni: Sómalía
Pakkað í Bretlandi í glerflösku með áskrúfuðum plasttappa.
Vottað eftir: IFRA stöðlum (IFRA - International Fragrance Association)