Nestisbox, sporöskjulaga, úr riðfríu stáli - Kangra
Nestisbox, sporöskjulaga, úr riðfríu stáli, samanstendur af 1 stóru boxi og öðru minna sem passar inn í nestisboxið.
Nestisboxinu er lokað og haldið læstu með einskonar krækjum, sjá mynd.
Sniðugt nestisbox til að taka með í vinnuna eða ferðalagið, þarna er hægt að hafa heila máltíð, aðskilda, svo að allt sé ferskt og gott þegar á að borða.
Einnig sniðugt undir matarafgangana í ískápinn.
Nestisboxin eru umhverfisvæn og eru frí frá plasti, BPA*, blýi og þalöt**.
Þar sem lokið er ekki ekki með plast innsigli, þá getur það lekið og kannski ekki sniðugt að geyma mat eins og súpu í nestisboxinu ef það á að halda í langferð.
Má fara í uppþvottavél, en ekki í örbylgjuofn.
Framleitt á ábyrgan hátt í Indlandi
Nestisboxið er - 19 x 10.5 cm. Tekur 450ml
Minna ílátið er - 10 x 3.5 x 6.5 cm. Tekur 200ml
Nestisboxið vegur 370 gr
Þalöt** er...Samkvæmt umhverfisstofnunni
http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/varasom-efni/#Tab4
Varasöm efni
Þalöt (e. phtalates) eru samheiti yfir efni sem hafa þá eiginleika að gefa plasthlutum mýkt. Þau eru notuð í mörgum vörutegundum sem við notum daglega.
Af hverju eru þau hættuleg?
Þalöt geta haft skaðleg áhrif á frjósemi og skaðað fóstur. Skaðsemi þalatanna díbútýlþalats (DBP) og bis(2-etýlhexýl)þalats (DEHP) á frjósemi manna hefur verið kunn um áratugaskeið og eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum. Konur á barneignaraldri sem fá þalöt í líkama sinn, bera það í ófætt barn sitt og getur það skaðað þroska þess. Það á líka við um lítil börn sem eiga eftir að taka út mikinn þroska. Þalöt hafa fundist í brjóstamjólk
Í hvað eru þau notuð?
- Plast, PVC (t.d. byggingarefni, gólfefni, fatnaði, pokum)
- Gúmmí (t.d. skóm)
- Málningu
- Lím
Þalötin BBP, DBP og DEHP eru bönnuð í leikföngum og vörum til nota við umönnun barna og í efnavörum fyrir neytendur.
Þalöt brotna misvel niður í umhverfinu, hafa þau mælst víða og getur lífríkinu á sumum stöðum stafað hætta af þeim. Vegna þess hve þalöt eru notuð víða geta þau verið í örlitlu magni í innanhússlofti og eru því alltaf til staðar í líkama manna þó í mjög litlu magni sé.
BPA*, sjá umhverfisstofnun
http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/heimilid/einnota-plastumbudir/#Tab1
Áhrif plasts á heilsu, lífríki og umhverfi
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á efnum í plasti og áhrifum þeirra á heilsu og umhverfi okkar. Áhyggjur manna eru aðallega tvíþættar: Í fyrsta lagi þá er ýmsum efnum (þalötum (e. phthalates), bisphenol A (BPA) og eldvarnarefnum (PBDEs og TBBPA) bætt út í plastið til að ná fram ákjósanlegum eiginleikum. Við notkun geta efnin losnað úr plastinu og haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Þessi efni eru þrávirk og safnast fyrir í lífverum upp fæðukeðjuna. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðin efni úr plasti hafi mögulega hormónaraskandi áhrif. Þalöt sem notuð eru í t.d gólf vínil, matarumbúðir og sjúkragögn hafa fundist í mælanlegu magni í börnum og fullorðnum en talið er að þetta efni geti haft áhrif á þroska kynfæra drengja. Efnið bisphenol A (BPA) sem notað er t.d. í drykkjarflöskur og matarumbúðir getur lekið út í matinn. Efnið er hormónaraskandi og hefur verið tengt við hjartasjúkdóma og sykursýki. Um ákveðin þalöt og BPA efni gilda þó strangar takmarkanir og bönn í dag. Í svokölluðu PVC-plasti er klór sem gerir það að verkum að bæði framleiðsla þess mengar meira en mörg önnur plastframleiðsla og við brennslu getur myndast díoxín. Það vantar þó fleiri rannsóknir, sér í lagi lýðheilsurannsóknir og rannsóknir á því hvort öll þessi efni geti haft samverkandi áhrif á heilsu og umhverfi okkar.
Í öðru lagi þá loða ýmis eiturefni vel við plast. Rannsókn vísindamanna í Pangea- leiðangrinum sem farinn var frá Bermúda til Íslands í júní 2014, sýndi að sjávardýr og fuglar ruglast oft á þessum plastögnum og mat, sem sást á bitförum á plasti og magainnihaldi dýra. Einnig voru vísbendingar um að tenging sé á milli þess hve mengaðir fiskarnir eru og magni plastrusls í hafinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmis eiturefni geta loðað við plastagnir s.s. DDT, skordýraeitur, úrgangsefni frá bílum, iðnaði og landbúnaði, þessi eiturefni innbyrða dýrin með plastinu sem fer síðan út í vefi og líffæri dýranna. Vegna eiginleika plasts til að fljóta geta eiturefni sem festast við plastið á einum stað borist víða vegu og mengað staði og dýr á fjarlægum stöðum. Líkur eru á að eiturefni sem loða við plast geti borist hærra og hærra upp fæðukeðjuna og að endingu til okkar.
Plastrusl í hafi getur einnig haft verulegan kostnað í för með sér fyrir útgerðir þegar það festist í veiðarfærum, skrúfum o.s.frv. Til að mynda er talið að um 8% allra plastpoka endi í hafinu og jafngildir það um 5 milljónum plastpoka á Íslandi árlega. Til Hornstranda berst mikið af rekavið frá hafi en í dag rekur þar einnig á fjörur gríðarmikið magn af plastrusli. Þar fer fram árlegt hreinsunarátak sem margir aðilar koma að til að hreinsa rusl úr fjörum í friðlandinu. Varðskipið Ægir flutti til að mynda um 46 rúmmetra af rusli til hafnar á Ísafirði sumarið 2015. Sambærileg hreinsun er nú hafin á ströndum Rauðasands þar sem sjálfboðaliðar og stofnanir taka til höndum. Einnig hafa samtökin Blái herinn staðið lengi fyrir hreinsunum við strandlengjuna.
Það er ekki gott til þess að vita að í íslenskri náttúru sem við viljum kalla ósnortna, séu fleiri tonn af rusli bæði frá Íslendingum og rusl sem borist hefur hingað um óravegu með hafstraumum. Ruslið hefur ekki aðeins slæm áhrif á lífríkið í náttúrunni heldur einnig á ímynd Íslands.