Skilmálar
Almennt
Seljandinn, klaran.is, tekur við pöntun þegar staðfesting um greiðslu hefur borist. Þegar staðfesting á pöntun og greiðslu hefur borist, sendir seljandinn kaupanda staðfestingu á netfang kaupanda eða með sms, er þar með kominn samningur á milli kaupanda og seljanda, þ.e. klaran.is.
Afhending
Allar vörur klaran.is eru til á lager nema annað sé tekið fram við birtingu vörunar. Að jafnaði tekur afgreiðsla pantana 1-2 virka daga eftir að staðfesting um greiðslu berst. Allar vörur sendar með Íslandspósti, 1- 2 virkum dögum eftir afgreiðslu pantana, nema ef um annað sé rætt eða eitthvað óvænt komi upp á.
Verð
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara, verð eru almennt breytileg vegna verðbreytinga birgja, gengisbreytinga og gjaldskrár sendingaraðila. Það verð gildir samt sem áður, er fram kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni.
Heildarkostnaður við kaup á vöru kemur fram við hverja vöru fyrir sig, að undanskildum sendingarkostnaði sem bætist við í pöntunarferlinu. Áður en kaupandi staðfestir pöntunina endanlega og greiðir, þá kemur í ljós heildarverð með sendingarkostnaði.
Verð á sendingarkostnað getur verið breytilegt, það reiknast skv. gjaldskrá Íslandspósts hf. Grunnsendingarkostnaður stendur á síðunni, hjá vörunni, til glöggvunar þegar verið er að skoða síðuna og það er grunngjaldið nema standi við vöruna...frí heimsending.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við vöru áður en gengið er frá greiðslu. Engin sendingarkostnaður er á pökkum sem eru póstlagðir sem bréf og komast inn um bréfalúgur. Sendingarkostnaður er nú kr 890 fyrir rúmfrekt bréf undir 1 kg, sá pakki er án ábyrgðar, hægt er að byðja um rekjanlega pakkasendingu en það kostar kr 1140 upp að 1 kg í sendingarkostnað og þá er pakkinn rekjanlegur og í ábyrgð á vegum Íslandspósts hf. Ef ekki er beðið um annað, þá er varan send sem rúmfrekt bréf.
Fyrir einstaka pakka, sem eru þyngri en 1 kg að þyngd og/eða brothættir, þarf að borga hærra sendingargjald. Best er að hafa samband við verslunina áður en varan er greidd. Verðið er ekki alltaf það sama, getur farið eftir því hvert á að senda pakkan og ef kaupandi vill einhverja aukaþjónustu, s.s. keyrslu heim.
Kostnaður við sendingarkostnaðinn getur breyst án fyrirvara, hann er í samræmi við gjaldskrá Íslandspósts hf. Ábyrgðir og flutningsskilmálar Íslandspósts gilda um afhendingu vörunnar.
Vörur
Upplýsingar um vörur eru settar fram eftir bestu vitund seljanda hverju sinni. Í framsetningu upplýsinga gerir seljandi fyrirvara um bilanir, birtingar- og/eða innsláttarvillur á myndum og texta. Sé vara uppseld kemur það fram á síðunni eða vara er tekin úr birtingu þangað til annað kemur í ljós. Ef klaran.is selur fyrir mistök vöru sem er ekki til á lager, þá er haft samband við kaupanda, honum boðin endurgreiðsla, að fella niður pöntun eða breyta pöntuninni.
Greiðslur
Hægt er að greiða pantanir með kreditkorti eða bankamillifærslu.
Öruggt netumhverfi
Öll vinnsla greiðslukortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt Valitor. Klaran.is geymir engin kortanúmer.
Skila- og endurgreiðsluréttur
Neytandi getur fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá því að hann fékk vöruna í sínar hendur með skriflegri yfirlýsingu. Ónotaðri vöru í upprunalegum umbúðum má skila gegn endurgreiðslu á klaran.is, innan 14 daga frá því að neytandi fékk vöruna í sínar hendur. Sendingarkostnaður sem til fellur við skil á vörunni er einnig greiddur, en aðeins sá ódýrasti en ekki viðbótarkostnaður sem neytandi óskaði sérstaklega eftir. Kvittun þarf að fylgja með vörunni og framvísa þarf vörunni í því ástandi sem hún var við kaup og í upprunalegum umbúðum. Neytandi hefur rétt á að kynna sér vöruna, eiginleika hennar og einkenni áður en hann tilkynnir seljanda að hann hafi ákv. að falla frá samningi. Athuga ber að neytandi ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunar sem stafa af meðferð hennar.
Það að rífa upp umbúðir eða að prufa að nota vöru svo sjái á, þannig að hún sé ekki seljanleg, fellur undir túlkunina, rýrnun á verðgildi. Vörurnar hjá klaran.is eru flestar eldhúsvörur og geta því ekki verið seldar aftur, ef þær hafa verið teknar úr pakkningum. Við erum einnig með vörur úr býflugnavaxi sem ekki er æskilegt að margir séu að snerta á og sumar pakkningar verða ósöluhæfar, af þeim sökum og falla því undir rýrnun á verðgildi vörunar, ef þær eru opnaðar. ( Sjá nánar 16.gr,19.gr, 21.gr, 22. gr. og 23.gr. laga 16/2016 ). Nauðsynlegt er að senda tölvupóst og skýra frá skilum vöru, en ekki er skilt að tilgreina ástæðu þess að neytandi vill falla frá samning og skila vöru.
Ef vara er gölluð greiðir klaran.is sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vörunni og endurgreiðir vöruna að fullu. Ef um gallaða vöru er að ræða, er nauðsynlegt að hafa samband með tölvupósti og skýra hvað er að, áður en hún er send í pósti.
Í báðum tilfellum er nægjanlegt að senda helstu upplýsingar í tölvupóstinum , sjá nánar 19.gr. laga 16/2016 um ,,...staðlað uppsagnarblað eða aðra ótvíræða yfirlýsingu þess efnis að þeir vilji falla frá samningi". Þ.e. tölvupósti en einnig er staðlað uppsagnarbréf neðst á síðunni, sem er hægt að afrita og fylla síðan út í tölvupósti, sjá nánar nýjar ESB reglur neðst á síðunni..
Trúnaður og persónuupplýsingar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskipti sín við Klaran.is. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Klaran.is er EINGÖNGU vefverslun, þannig að ekki er hægt að koma í verslun, en hægt er að hafa samband símleiðis ef það þykir henta betur.
Kær kveðja,
Fyrir hönd klaran.is
Susan Wilson
klaran@klaran.is
Gsm: 699 8607
Viðauki - Lög
ÞESSI SAMNINGUR ER Í SAMRÆMI VIÐ ÍSLENSK LÖG
- Samkvæmt lögum nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu,
- Samkvæmt lögum nr. 16/2016 um Neytendasamninga
5. gr. Upplýsingagjöf fyrir samningsgerð.
Neytandi á rétt á upplýsingum innan hæfilegs frests áður en samningur utan fastrar starfsstöðvar eða fjarsölusamningur er gerður um:
- helstu eiginleika vöru eða þjónustu sem samningurinn fjallar um,
- nafn seljanda og heimilisfang, ásamt símanúmeri, bréfasímanúmeri og netfangi hans, eftir því sem við á, til að neytandi hafi tækifæri til að ná fljótt sambandi við seljanda og eiga samskipti við hann á skilvirkan hátt og, ef hann starfar á vegum annars seljanda, heimilisfang þess aðila og deili á honum,
- heimilisfang starfsstöðvar seljanda ef það er annað en skv. b-lið og, ef hann starfar á vegum annars seljanda, heimilisfang þess aðila og deili á honum sem neytandi getur beint kvörtunum til,
- heildarverð vöru eða þjónustu, þ.m.t. öll opinber gjöld, eða þegar varan eða þjónustan er þess eðlis að ekki er hægt með góðu móti að reikna út verðið fyrir fram, á hvern hátt verðið er reiknað út og, eftir því sem við á, allan viðbótarkostnað, afhendingar- eða póstgjöld og allan annan kostnað eða, ef ekki er hægt að reikna út þennan kostnað fyrir fram með góðu móti, upplýsingar um að e.t.v. þurfi að greiða slíkan viðbótarkostnað; ef um er að ræða ótímabundinn samning eða áskriftarsamning skal heildarkostnaður fyrir hvert reikningstímabil koma fram í heildarverði; ef greiðslur samkvæmt slíkum samningum eru föst fjárhæð merkir heildarverð einnig mánaðarlegan heildarkostnað; ef ekki er hægt með góðu móti að reikna út heildarverðið fyrir fram skal tilgreint á hvern hátt verðið er reiknað út,
- kostnað við að nota fjarskiptaaðferð þar sem hann er reiknaður á annan hátt en sem grunngjald,
- fyrirkomulag á greiðslum, afhendingu og hvenær hún fer fram og, eftir því sem við á, framkvæmd og meðferð kvartana af hendi seljanda,
- skilyrði, tímamörk og tilhögun réttar til að falla frá samningi, ef hann er fyrir hendi, í samræmi við 1. og 2. mgr. 19. gr. laga þessara, ásamt
- samræmdu stöðluðu uppsagnareyðublaði sem ráðherra gefur út í reglugerð,
- að neytandi skuli, eftir atvikum, bera kostnað af því að skila vöru ef hann fellur frá samningi og, í tilviki fjarsölusamninga, kostnað við að skila vöru sem ekki er hægt að endursenda í pósti,
- kostnað sem neytandi getur borið ef fallið er frá samningi,
- að neytandi hafi ekki rétt til að falla frá samningi ef sá réttur er ekki fyrir hendi skv. 18. gr., eða við hvaða aðstæður neytandi missir rétt sinn til að falla frá samningi, eftir því sem við á,
- lögbundin úrræði neytenda vegna galla á söluhlut eða þjónustu,
- að viðhaldsþjónusta og viðskiptaábyrgð séu fyrir hendi, eftir því sem við á, ásamt skilmálum þeirra,
- að viðeigandi siðareglur, þar sem skilgreind er hegðun seljenda sem skuldbinda sig til að fara eftir þeim að því er varðar tiltekna viðskiptahætti eða viðskiptasvið, séu fyrir hendi og hvernig megi nálgast þær, eftir því sem við á,
- gildistíma samningsins, eftir því sem við á, eða, ef samningurinn er ótímabundinn eða endurnýjast sjálfkrafa, skilyrði fyrir uppsögn hans,
- lágmarkstímabil skuldbindinga neytanda samkvæmt samningnum, eftir því sem við á,
- geymslufé eða aðrar fjárhagslegar tryggingar sem neytanda ber að greiða eða leggja fram að beiðni seljanda, eftir því sem við á, ásamt skilmálum,
- virkni stafræns efnis, þ.m.t. viðeigandi tæknilegar verndarráðstafanir, eftir því sem við á,
- viðeigandi rekstrarsamhæfi stafræns efnis við vélbúnað og hugbúnað sem seljandi hefur vitneskju um eða með réttu má gera ráð fyrir að hann hafi vitneskju um, eftir því sem við á,
- hvort fyrir hendi er kerfi fyrir kvartanir og úrlausn mála utan dómstóla sem seljandi fellur undir og, ef svo er, hvernig aðgangur fæst að því.
16. gr. Réttur til að falla frá samningi.
Neytandi hefur fjórtán daga frest til að falla frá samningi utan fastrar starfsstöðvar eða fjarsölusamningi með tilkynningu til seljanda.
Neytandi þarf ekki að tilgreina neina ástæðu fyrir ákvörðun sinni um að falla frá samningi og skal ekki bera neinn kostnað annan en þann sem kveðið er á um í 3. mgr. 21. gr., 22. gr. og 23. gr. laga þessara.
Á neytanda hvílir sönnunarbyrði um að seljanda hafi verið tilkynnt um ákvörðun um að falla frá samningi.
19. gr. Neytandi fellur frá samningi.
Neytandi skal tilkynna seljanda um ákvörðun sína um að falla frá samningi áður en fresturinn til að falla frá honum rennur út. Neytandi telst hafa tilkynnt seljanda um ákvörðun sína ef tilkynning er send áður en fresturinn rennur út.
Neytandi getur tilkynnt seljanda um ákvörðun sína með því að nota samræmt staðlað uppsagnareyðublað, sbr. g-lið 5. gr., eða með annari ótvíræðri yfirlýsingu.
Seljandi sem gefur neytanda kost á að fylla út og senda rafrænt staðlað uppsagnareyðublað eða aðra ótvíræða yfirlýsingu á vefsvæði sínu skal án tafar láta neytandanum í té kvittun fyrir móttöku uppsagnar á varanlegum miðli.
Sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði þessarar greinar hvílir á neytanda.
21. gr. Skyldur seljanda ef fallið er frá samningi.
Seljandi skal endurgreiða neytanda allar greiðslur sem hann innti af hendi, þar á meðal sendingarkostnað, ef við á, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en fjórtán dögum eftir þann dag þegar honum er tilkynnt um ákvörðun neytandans um að falla frá samningnum í samræmi við 19. gr. laga þessara.
Seljandi skal inna af hendi endurgreiðslu, sem um getur í 1. mgr., með því að nota sama greiðslumiðil og neytandinn notaði fyrir upphaflegu viðskiptin nema neytandi hafi samþykkt annað sérstaklega og að því tilskildu að neytandi beri ekki neinn kostnað af slíkri endurgreiðslu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal seljanda ekki vera skylt að endurgreiða viðbótarkostnað ef neytandi hefur óskað sérstaklega eftir öðrum afhendingarmáta en ódýrasta afhendingarmáta sem seljandi bauð.
Hafi seljandi ekki boðist til að sækja vörurnar sjálfur þegar um er að ræða sölusamninga getur hann haldið eftir endurgreiðslu þar til hann hefur fengið vörurnar aftur eða þar til neytandi hefur lagt fram sönnun fyrir endursendingu þeirra, hvort sem kemur á undan.
22. gr. Skyldur neytanda ef fallið er frá samningi um afhendingu vöru.
Hafi seljandi ekki boðist til að sækja vöru sjálfur skal neytandi endursenda hana eða afhenda seljanda eða fulltrúa hans án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en fjórtán dögum eftir þann dag þegar hann tilkynnti seljanda um ákvörðun sína um að falla frá samningi, sbr. 19. gr. Fresturinn skal teljast virtur ef neytandi endursendir vöruna fyrir lok fjórtán daga tímabilsins.
Neytandi skal bera beinan kostnað af því að skila vöru nema seljandi hafi samþykkt að bera hann eða seljandi hefur ekki upplýst neytanda um að hann skuli bera þennan kostnað.
Ef um er að ræða samning utan fastrar starfsstöðvar og varan var send heim til neytanda þegar gengið var frá samningnum skal seljandi sækja vöruna á eigin kostnað ef hún er þannig að ekki er hægt að endursenda hana í pósti.
Neytandi skal vera ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Neytandi skal ekki undir neinum kringumstæðum vera ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vöru ef seljandi hefur ekki tilkynnt honum um réttinn til að falla frá samningi í samræmi við g-lið 1. mgr. 5. gr.
23. gr. Skyldur neytanda ef fallið er frá samningi um veitingu þjónustu.
Þegar neytandi fellur frá samningi, eftir að hafa óskað eftir að veiting þjónustu hefjist, skal neytandi greiða seljanda hlutfall af heildarverði samnings í samræmi við það sem hefur verið afgreitt fram að þeim tíma þegar neytandi tilkynnir seljanda um að hann falli frá samningi. Ef heildarverð er talið óhóflegt skal greiðsla reiknuð út á grundvelli markaðsvirðis þess sem var afgreitt.
Neytandi skal ekki bera kostnað af veitingu þjónustu áður en frestur til að falla frá samningi rennur út ef: seljandi hefur ekki veitt upplýsingar í samræmi við h- eða i-lið 1. mgr. 5. gr., neytandi hefur ekki óskað sérstaklega eftir að veiting þjónustu hefjist áður en frestur til að falla frá samningi rennur út, neytandi hefur ekki veitt ótvírætt fyrirframsamþykki sitt fyrir því að afhending á stafrænu efni, að öllu leyti eða hluta, fari fram áður en frestur til að falla frá samningi rennur út, neytandi hefur ekki viðurkennt að hann missi rétt sinn til að falla frá samningi með því að veita samþykki sitt eða seljandi hefur ekki gefið staðfestingu í samræmi við 8. og 14. gr.
Neytandi skal ekki bera neina ábyrgð sem nýting réttar til að falla frá samningi gæti haft í för með sér að undanskildu því sem fram kemur í 3. mgr. 21. gr. og þessari grein.
REGLUGERÐ
um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi.
1gr. Staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar.
Neytandi á rétt á upplýsingum, sbr. a–s-liði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, innan hæfilegs frests áður en samningur utan fastrar starfsstöðvar eða fjarsölusamningur er gerður.
Seljandi getur veitt upplýsingar samkvæmt g-, h- og i-liðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, með stöðluðum leiðbeiningum vegna uppsagnar, sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa.
2gr.Staðlað uppsagnareyðublað.
Seljandi skal gera neytanda aðgengilegt staðlað uppsagnareyðublað sem birt er í viðauka II við reglugerð þessa, sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, sem neytandi getur notað kjósi hann að nýta rétt sinn til að falla frá samningi.
3gr. Eftirlit Neytendastofu.
Neytendastofa annast eftirlit með reglugerð þessari. Um eftirlit, viðurlög og réttarúrræði gilda ákvæði 27. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga.
4gr. Innleiðing ESB-gerðar.
Með reglugerð þessari er eftirfarandi ESB-gerð innleidd í íslenskan rétt:
- I. viðauki við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83, frá 25. október 2011, um réttindi neytenda, um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/44/EB og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 85/577/EBE og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, 25. september 2014, bls. 1047-1071, sbr. ákvörðun sameiginlegu EESnefndarinnar nr. 181/2012, um breytingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 70, 13. desember 2012, bls. 42
5gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 28. gr., sbr. g-lið 1. mgr. og 5. mgr. 5. gr., laga nr. 16/2016, um neytendasamninga, og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 12. maí 2016.
- h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.
VIÐAUKI I
Staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar.
Réttur til að falla frá samningi:
Neytandi hefur rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.
Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir daginn 1.
Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarf neytandi að tilkynna seljanda ákvörðun sína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti). Nota má meðfylgjandi staðlað uppsagnareyðublað, en það er ekki skylda.
Til að uppsagnarfresturinn teljist virtur nægir að neytandi sendi tilkynningu um að hann neyti réttar síns til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út.
Áhrif þess að falla frá samningi:
Ef neytandi fellur frá þessum samningi mun seljandi endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að neytandi hafði valið annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar okkur er tilkynnt um ákvörðun þína um að falla frá þessum samningi. Seljandi mun endurgreiða neytanda með því að nota sama greiðslumiðil og neytandi notaði í upphaflegu viðskiptunum, nema neytandi hafið samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þarf neytandi ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu.
Leiðbeiningar við að fylla út eyðublaðið:
- Bætið við einum af eftirfarandi textum í gæsalöppum:
- ef um er að ræða þjónustusamning eða samning um afhendingu á vatni, gasi eða rafmagni, ef það er ekki selt í takmörkuðu rúmmáli eða ákveðnu magni, samning um fjarhitun eða stafrænt efni sem er ekki afhent á áþreifanlegum miðli: „við gerð samningsins.“,
- ef um er að ræða sölusamning: „þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd fengið vöruna í sína vörslu.“,
- ef um er að ræða samning þar sem neytandinn pantar margar vörur í einni pöntun en þær eru afhentar hver um sig: „þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd fengið síðustu vöruna í sína vörslu.“,
- ef um er að ræða samning þar sem vörur eru afhentar í mörgum einingum eða stykkjum: „þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd tekið eininguna eða stykkið í sína vörslu.“,
- ef um er að ræða samning um reglubundna afhendingu á vörum á tilteknu tímabili: „þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd tekið fyrstu vöruna í sína vörslu.“.
- Neytandi setur inn nafn, heimilisfang og, ef hægt er, símanúmer yðar, bréfasímanúmer og netfang.
- Færið inn eftirfarandi ef seljandi gefur neytandanum kost á að fylla út og senda á rafrænu formi upplýsingar um uppsögn hans á vefsvæði seljandans: „Neytandi getur einnig fyllt út og sent með rafrænum hætti staðlaða uppsagnareyðublaðið eða aðra ótvíræða yfirlýsingu á vefsvæði okkar (færið inn veffang). Ef neytandi notar þennan valkost munum við senda neytanda kvittun fyrir móttöku slíkrar uppsagnar á varanlegum miðli (t.d. með tölvupósti) án tafar.“
- Færið inn eftirfarandi ef um er að ræða sölusamninga þar sem þér hafið ekki boðist til að sækja vöruna ef til uppsagnar kæmi: „Við getum haldið eftir endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða neytandi hafi lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.“ 5 Ef neytandinn hefur móttekið vöru í tengslum við samninginn:
- færið inn:
- „Við munum sækja vöruna.“, eða
- „Neytandi þarf að endursenda vöruna eða afhenda seljanda eða ... hana (færið inn, eftir atvikum, nafn og heimilisfang einstaklings, sem hefur heimild seljanda til að taka á móti vörunni), án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem neytandi tilkynnir seljanda ákvörðun sína um að falla frá samningnum. Fresturinn skal teljast virtur ef neytandi endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.“
- færið inn:
- „Við munum bera kostnað af endursendingu vörunnar.“,
- „Þér þurfið að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar.“,
- ef um er að ræða fjarsölusamning og þér bjóðist ekki til að bera kostnaðinn af að skila vörunni og varan er þannig að ekki er hægt að endursenda hana í pósti: „Þér þurfið að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar, ... evrur (færið inn fjárhæð).“, eða ef ekki er hægt með góðu móti að reikna fyrirfram út kostnaðinn við að endursenda vöruna: „Þér þurfið að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar. Áætlaður kostnaður er að hámarki u.þ.b. ... evrur (færið inn fjárhæð).“, eða
- ef um er að ræða samning sem var gerður utan fastrar starfsstöðvar og varan er þannig að ekki er hægt að endursenda hana í pósti og hún var send heim til neytandans þegar gengið var frá samningnum: „Við munum sækja vöruna á okkar kostnað.“, og
- færið inn „Neytandi er aðeins ábyrg(ur) fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.“
- færið inn:
6 Færið inn eftirfarandi ef um er að ræða samning um afhendingu á vatni, gasi eða rafmagni, ef það er ekki selt í takmörkuðu rúmmáli eða ákveðnu magni, eða um fjarhitun: „Ef þér óskið eftir að veiting þjónustu eða afhending á vatni/gasi/rafmagni/fjarhitun (strikið yfir það sem ekki á við) hefjist áður en frestur til að falla frá samningi rennur út þurfið þér að greiða okkur fjárhæð sem er í réttu hlutfalli við það sem hefur verið afgreitt fram að þeim tíma þegar þér tilkynnið okkur að þér fallið frá þessum samningi, samanborið við að samningurinn hefði verið efndur til fulls.“
Nr. 435 12. maí 2016
VIÐAUKI II
Staðlað uppsagnareyðublað.
(fyllið út og sendið þetta eyðublað einungis ef neytandi óskar eftir að falla frá samningnum)
- Til (hér skal seljandi setja inn nafn seljandans, heimilisfang og, ef hægt er, bréfasímanúmer og netfang):
- Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum (*) hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru (*)/um veitingu eftirfarandi þjónustu (*)
- Sem voru pantaðar hinn (*)/mótteknar hinn (*)
- Nafn neytanda/neytenda
- Heimilisfang neytanda/neytenda
- Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi) – Dagsetning
__________
B-deild – Útgáfud.: 27. maí 2016