Vefverslunin klaran er þakklát fyrir þá aðstoð og hjálp sem við höfum fengið...

Vinnan við að setja upp þessa vefverslun hefur tekið meira en 2 dagana eða mánuðina, en maður lærði mikið og allt þetta ferli hefur verið mikill skóli.

Öll þessi vinna hefði gengið mun hægar og janvel dottið upp fyrir ef ekki væri fyrir hjálp góðs fólks.

Það er ótrúlega stór hópur af vinum og ættingjum þarna úti sem veittu hjálp og upplýsingar um ótrúlegustu hluti  og fyrir það er ég rosalega þakklát. 

Ég myndi sérstaklega vilja þakka henni Ágústu Arnardóttur hönnuði, sem hannaði mitt frábæra logo fyrir mig..takk, takk :) 

 

Einnig var það Baldvin Osmann sem hjálpaði mér með vefsíðuna, tengdi hluti, og gerði allskonar sem ég hefði verið enn að klóra mér í kollinum um eftir 5 ár ef ég hefði átt að gera sjálf :)

 

Segi bara takk, takk við ykkur öll fyrir hönd klörunar,

Susan :)