
Hárnæring lavender og geranium Friendly
Í þessa hárnæringu er notuð sérstök blanda af kakósmjöri og laxerolíu.
Í hárnæringunni eru efni sem hjálpa til við að gera hárið mýkra, auðvelt viðureignar og jafnvel fallegra ásýndar. Jafnframt eru notaðar ilmkjarnaolíur úr lavender og geranium sem bæði róa og eru bakteríudrepandi.
Mælt er með að geyma hárnæringarstykkið á þurrum stað á milli þess sem það er notað og láta það ekki standa í sólarljósi.
Innihald: Theobroma Cacao (kakó) fræsmjör, Ricinus communis (Castor) olía, Behentrimonium Methosulfate (og) Cetearyl Alcohol, Lavandula angustifolia (lavender), ilmkjarnaolía sem inniheldur linalool, limonene, geraniol, Pelargonium graveolens (rós geranium), ilmkjarnaolía sem inniheldur geraniol, sítrónella, linalool.
Gott ráð:
Ef þið viljið fljótandi næringu, þá er hægt að setja hárnæringarstykkið í 600 ml. af sjóðandi vatni og mixa vel í blandara þangað til allt er orðið fljótandi. Látið kólna og setjið í tóma flösku (endurunna vitaskuld)