Lífrænt Sápustykki: Engifer, límóna og haframjöl (áður Lárperu- og haframjölssápa)

  • 2.270 kr
    Einingarverð per 
vsk innifalinn


Lífrænt Sápustykki:  Engifer, límóna og haframjöl 

Þessi nærandi sápa með frískandi engifer- og límónuilmi veitir lúxus-spa upplifun fyrir allan líkamann.  Rík og nærandi áferð hreinnar lárperuolíu nærir og mýkir húðina, blandað með ríkulegu magni af hreinu shea-smjöri sem myndar kremkennda og nærandi sápu, fullkomna fyrir andlit eða líkama.
Róandi haframjöl skrúbbar húðina á mildan og náttúrulegan hátt og skilur hana eftir mjúka og endurnærða.

 

Góðir puktar til að athuga fyrir kaup: 

  • Fyrir allar húðtegundir

  • Mild húðhreinsun

  • Vegan

 

Þessi dásamlega kremkennda sápa inniheldur ríkuleg náttúruleg innihaldsefni sem næra og mýkja húðina.

Hrein lárperuolía er þykk, djúpgræn olía sem er rík af mýkjandi eiginleikum. Hún stuðlar að betri rakastjórnun húðarinnar og rakagefandi eiginleikar hennar hjálpa til við að gera húðina mjúka og vel nærða.

Hreint shea-smjör er þekkt fyrir frábæra rakagefandi eiginleika. Það styður við rakajafnvægi húðarinnar og hjálpar til við að halda henni mjúkri og sléttri. Mýkjandi eiginleikar þess vinna að því að halda raka inni í húðinni, viðhalda teygjanleika og gefa henni heilbrigt og vel nært útlit.

Haframjöl róar viðkvæma húð og skrúbbar á mildan hátt.
Það hjálpar til við að fjarlægja dauðar húðfrumur án ertingar og skilur húðina eftir mjúka og fríska.

Hveitigras bætir við nærandi og róandi eiginleikum – það mýkir og rakagefur húðina náttúrulega.

Ilmolíublanda af engifer og límónu gefur hreinan, hlýjan og frískandi ilm sem vekur skynfærin og skapar vellíðunartilfinningu.

  • Ilmolía úr engifer getur hjálpað til við að slétta húðina og gefa daufri húð frískari áferð. Í ilmolíumeðferð (arómatera­píu) hefur engifer verið kallað „ilmur styrkleikans“ – jörðugur, viðarkenndur, sætt-kryddaður og hlýr ilmur hans hefur róandi áhrif á hugann og getur eflt sjálfstraust og innri styrk.
    Engifer tilheyrir sömu plöntufjölskyldu og túrmerik og kardimomma.
  • Ilmolía úr límónu getur einnig hjálpað til við að endurnæra og lýsa upp dauflega húð. Sítrusilmir eru oft kallaðir „ilmir sólarinnar“, og ekki að ástæðulausu – þessi létti, hressandi ilmur getur vakið gleði, bjartsýni og jákvæða orku.

     

    Aðeins náttúran í sinni hreinustu mynd.
    Sápan hjálpar til við að endurheimta jafnvægi húðar, róa óþægindi og veita raka og mýkt – á náttúrulegan og öruggan hátt.

     

    Sápustykkin eru handgerð og handpakkað inn í umbúðir, sem anda og eru endurvinnanlegar og sjálfbærar.

     

     Innihaldsefnin:

      • Lífræn kókosolía*

      • Lífræn kanólaolía

      • Lífræn pálmaolía (sjálfbær uppruni)

      • Lífræn sólblómaolía

      • Eimað vatn

      • Natríumhýdroxíð (NaOH)^

      • Lífræn kastórolía
      • Lífrænt hreint shea-smjör*
      • Lífræn lárperuolía
      • Lífrænt haframjöl
      • Lífræn límolíu ilmkjarnaolía
      • Lífræn engifer ilmkjarnaolía
      • Lífræn maíssterkja
      • Lífrænt Hveitigras 
      • Lífræn sítrónuberjaolía
      • Lífræn Steinselja
      • Lífræn Rósmarínolía (Extract)

         

        Sérkenni:

        • Inniheldur vottuð lífræn hráefni

        • Varan er Fair Trade-vottuð

        • Vottuð lífræn vara af OEFFA, viðurkenndur aðili samkvæmt USDA Organic reglum

        • Nýjar umbúðir

     

     

     

    🍃 NÁTTÚRULEGT, VEGAN & UMHVERFISVÆNT: 
    Við leggjum áherslu á heilbrigða húð, heilbrigt fólk og heilbrigt umhverfi. Varan er pökkuð í endurvinnanlegum öskjum – engin sóun og ekkert plast.
    Engin tilbúin efni. Engin tilbúin ilmefni, litarefni, súlföt, sílikon eða rotvarnarefni.
    Aðeins notuð hráefni sem eru lífbrjótanleg, vottuð lífræn, erfðabreytt óbreytt (non-GMO), án dýratilrauna, sjálfbær og siðferðislega framleidd.