News

Sendingarkostnaður March 11 2014

Sæl verið þið,

Ég vildi láta ykkur vita af því að ef þið eruð að versla smáa hluti hjá klörunni, svo smá að þeir komast í gegnum bréfalúgu.   Endilega sendið mér póst og látið mig vita ef svo er...það er nefnilega ekkert sendingargjald á hlutum sem komast í gegnum bréfalúgu.

Forritið á vefsíðunni reiknar aftur á móti alltaf sendingarkostnað inn í, þannig að þangað til við finnum út lausn á þessum málum, þá væri ég þakklát fyrir að þið mynduð senda mér póst og láta mig vita af verslun ykkar og við getum fundið lausn á þessu máli.

Vonandi kemur það sér að góðu að þurfa ekki að borga póstburðargjaldið en því miður á þetta aðeins við litlu pakkana.

Bestu þakkir fyrir þolinmæðina,

 

Fyrir hönd klörunar,

Susan.