News — umhverfisvænt

Pop up búð í desember

Posted by Susan Wilson on

Pop up búð í desember

Klaran.is ætlar að hafa opna litlu krúttlegu umhverfisvænu búðina í lagerhúsnæðinu, í desember, að Hamraborg 20a (beint á móti Subway) í Kópavogi 🌲 Opnunartími verður nánar auglýstur á heimasíðunni, og á samfélagsmiðlunum, en svo er líka alltaf hægt að hafa samband, eins og áður og fá að kíkja. Klaran verður einnig með á umhverfisvænum markaði, ásamt fullt af fleiri verslunum, á laugardaginn 7.desember 2019, á Eiðistorgi, á Seltjarnarnesi, milli kl 11-17, allir velkomnir. Bestu kveðjur, Susan Klaran.is  

Read more →

Tyrknesk handklæði!!!

Posted by Susan Wilson on

Tyrknesk handklæði!!!

Sæl kæru vinir, vildi láta ykkur vita að við klaran erum loksins komin með tyrknesk handklæði 😉 Þau eru algjört æði, svo þunn, létt og rakadræg.  Þau henta vel í ferðalagið og íþróttirnar, því það fer lítið fyrir þeim í tösku en þau eru líka mjög falleg þannig að þau sóma sér líka vel á heilmilinu, jafnvel á sófanum.  Þau er handgerð af hönnuðum í sömu fjölskyldu, kynslóð eftit kynslóð.  Handklæðin eru úr 100% OEKO TEX vottaðri tyrkneskri bómull.     Bestu kveðjur í bili, Susan😊

Read more →

JessicaHogarthDesigns

Posted by Susan Wilson on

JessicaHogarthDesigns

  Nýkomin er sending frá hinni frábæru Jessica Hogarth frá Englandi.  Hún hannar allar sínar vörur og teiknar, allar hennar vörur eru unnar í Englandi.  Bæst hefur við úrvalið af fallegu bómullar viskastykkjunum, bómullar taupokum og síðan fallegum tækifæriskortum, sem seld eru í stykkjatali...hentug að kaupa með ef verið er að kaupa gjöf.

Read more →

Býflugnavaxkertin yndislegu komin aftur

Posted by Susan Wilson on

Býflugnavaxkertin yndislegu komin aftur

Elsku vinir, Nú eigum við aftur til heilmikið magn af þessum yndislegu kertum frá Bigdipperwaxworks, sem eru úr 100 % býflugnavaxi.  Ilmurinn í ilmkertunum er úr náttúrulegum ilmkjarnaolíum.  Kertin eru til í nokkrum stærðum.  Hægt að kaupa fyllingu í það stærsta, endurnýta þannig glasið og spara peninginn í leiðinni.     

Read more →

Vörur frá Jessica Hogarth Designs komnar aftur

Posted by Susan Wilson on

Kæru vinir, Nú eru komnar aftur vörur frá hinu yndislega merki Jessica Hogarth Designs.  Það eru meðal annars 2 tegundir af viskastykkjum, margnota bómullapokar og kort. Allar  vörurnar eru úr náttúrulegum gæðaefnum. Jessica Hogarth er listamaður sem teiknar upp og hannar sínar eigin myndir og vörur.  Hennar vörur eru allar unnar og framleiddar í Bretlandi.  Endilega kíkið á þessar yndislegu vörur...það er síðan ekki verra að þessi sending er á aðeins lægra verði en sú síðasta, vegna hagstæðs gengis... og það er frí heimsending beint inn um bréfalúguna...   Bestu kveðjur í rokinu, Susan klaran.is   

Read more →