Yndislegar vörur komnar...eða eru að skríða inn
Posted by Susan Wilson on
Nú er klaran að byrja að selja vörur sem eru búnar að vera draumur minn að taka inn í verslunina, í langan tíma...nú er loksins komið að því.
Næsta skrefið í Býflugnavaxþemanu...umhverfisvæn kerti úr býflugnavaxi! Þau koma bæði með ilmi og án. Kertin sem eru án viðbætts ilms, anga af hreinum hunangsilmi. Ilmkertin, eru með viðbættri hreinni ilmkjarnaoliu, sem er unnin beint úr jurtum. Aldrei er notuð ilmvötn eða tilbúnir ilmir í þessar vörur.
Kveikiþráðurinn er líka án málmefna, hann er úr 100% bómull. Býflugnavaxkertin eru öll handunnin og koma úr náttúrulegum, sjálfbærum afurðum. Einnig eru umbúðirnar sem kertin koma í, endunýtanlegar og endurvinnanlegar, sem búnar eru til í nærumhverfi fyrirtækisins.
Fyrirtækið Big Dipper Wax Works notar umhverfisvæn efni við framleiðslu sína, sem skilja sem fæst fótspor eftir sig á jörðinni.
Nánari upplýsingar er að finna hér að ofan þar sem hægt er að lesa um hvert kerti fyrir sig.
Njótið vel og bestu kveðjur,
Susan
Share this post
- Tags: býflugnavax, Býflugnavaxkerti, Gjafavara, jólagjafir undir kr 5000, klaran.is, ný vara, umhverfisvænt