Klaran.is er 7 ára í dag 3.8 2020
Posted by Susan Wilson on
Góđan daginn kæru vinir og viđskiptavinir 💚
Í dag á litla Klaran.is afmæli og er 7 ára, sem er ágætis aldur fyrir litla búđ. Þá er góđur tími til ađ líta til baka.
Þađ hafa auđvitađ veriđ holur á veginum, á þessum 7 árum, síđan ég stofnađi klöruna, en gleđin hefur veriđ meiri en tárin, yfir ánægjunni ađ fá ađ reka búđ međ hugsjón ađ leiđarljósi.
Þó verslunin sé ekki stór þá bætir hún fyrir þađ, međ því ađ á hverjum degi er ég sátt viđ hvar viđ erum og hvert viđ stefnum. Ađ reka umhverfisvæna vefverslun, í sátt viđ hugsjón sína og gildi, er góđ tilfinning. Ég er búin ađ gera mér grein fyrir ađ ég verđ aldrei ríkasta manneskjan í heimi, en ég er sátt viđ þađ, því mikilvægara er fyrir mig ađ hafa góđa samvisku gagnvart umhverfinu. Þađ hljómar kannski barnalega í eyrum sumra, auđvitađ þurfum viđ öll pening, annars gætum viđ ekki veriđ í þessu, en ég vil frekar huga ađ uppruna varana og ađ allt sé lífrænt, handgert eđa slíkt og vottađ en ađ kaupa svipađan hlut, verksmiđjuframleiddan á hálfvirđi.
Ég og Klaran.is munum halda áfram ađ gera góđa hluti og reyna ađ bæta okkur og læra nýtt. Viđ munum halda áfram ađ vinna í taka inn nýjar vörur, smátt og smátt, eftir sem áđur gildir sama reglan ađ ekkert kemur inn í verslunina, sem hefur ekki veriđ skođađ vandlega og prufađ af mér eđa öđrum vinum klörunar.
Ég vil ljúka međ ađ þakka ykkur kærlega fyrir viđskiptin og vinskapinn á þessum árum og vonum ađ þađ verđi fullt af meiri árum 💚🐝
Bestu kveđjur,
Susan & Klaran.is